GÓÐ RÁÐ FYRIR BARCELONA FARA

GÓÐ RÁÐ FYRIR BARCELONA FARA (link Icelandic)

BARCELONA Jordi Pujolà er katalónskur rithöfundur sem hefur búið á Íslandi frá sumrinu 2013. Hann starfaði sem fasteignasali í Barcelona þegar hann ákvað að láta drauminn rætast um að gerast rithöfundur

Updated info 18th October 2018

Góð ráð fyrir Barcelona fara, Fréttablaðið, Jordi Pujola
Góð ráð fyrir Barcelona fara, Fréttablaðið 15/7/2015

GÓÐ RÁÐ FYRIR BARCELONA FARA

Jordi fluttist með alla fjölskylduna til Íslands. Jordi líkar vistin vel en annað veifið saknar hann þó Barcelona. Hann gefur her tuttugu goð rað til þeirra sem heimsækja borgina.

Mera um Barcelona

BORGIN

1. Eitt af því sem eg sakna mest er að rölta um gamla bæinn. Þar má finna bestu alþjóðlegu verslanirnar en einnig litlar og þjóðlegar.

Bestu hverfin til að dveljast í, heimsækja og ganga um eru: Gracia (milli Fontana og Diagonal), Barceloneta (þar má finna veitingastaðinn Torre de Alta Mar), Barrio Gotico (frá Plaza Catalunya til Pza. Real), Born (heitasta hverfið) og el Raval (frá Plaza Catalunya til C/Carmen). Nokkuð er um vasaþjófa í Gotico og Raval og því óraðlegt að vera einn á ferð í þröngum strætum.

Yndislegt er að ganga eftir hinni glæsilegu Rambla Catalunya og Paseo de Gracia. Enric Granados er einnig mjög áhugaverð gata, sérstaklega vegna veitingahúsanna. Farið niður að sjó eftir Römblunni, en gerið það, ekki kaupa Mexíkóhatt. Munið eftir því að fara upp Christopher Columbus-turninn.
2. Ómissandi viðkomustaðir eru Sagrada Familia og Parc Guell eftir Antoni Gaudi (best er að panta á netinu til að forðast langar biðraðir). Einnig Picasso– safnið, Palau Nacional og Museo Nacional de Cultura de Catalunya.

MATARMENNING

3. Smakkaðu spænsku skinkuna, sú besta er „iberico de bellota“ sem best er að skera með hníf og borða með „pan con tomate“ (brauði og tómötum).
4. Farið varlega þegar þið fáið ykkur paellu. Forðist veitingastaði sem birta á berandi myndir af réttinum. Prófið týpuna „arroz caldoso con bogavante“.

Ég mæli með „Monchos Marina“ veitingastaðnum í turni Port Olympic. Það eru einnig flottir staðir í Barceloneta. Fullkominn drykkur með paella er hvít- vín „Verdejo“ eða „Penedes“ passa vel. Ekki ofgera ykkur með sangríu til að forðast timburmenn. Ef þið eruð ánægð með þjónustuna er við hæfi að gefa 5% í þjórfé.

5. Tapas. Í dag virðist hvað sem er vera kallað tapas sem er leitt. Ég mæli með veitingastoðunum Ciudad Condal, la Cervecería Catalana eða Pacomeralgo.

6. Til að slaka á; pantið kaffi og ljúffengt „ensaimadas“ í Forn Mistral nærri Pza. Universidad.

7. Pantið borð á netinu til að fá góðan afslátt til dæmis á vefsíðunni www.eltenedor.com.

Hér eru nokkrir af uppáhaldsveitingastöðum mínum; Boca Grande, El Japones del Tragaluz, Ikibana Paral.lelSpeakeasy og El Nacional. Onnur vefsiða segir frá börum og klúbbum, www.youbarcelona.com. Ég mæli með kokteil á 26. hæð Hotel W (Eclipse).

8. Ef þið eruð hrifin af sjávarréttum þá eru ostrur og ferskar rækjur frá Vilanova og Palamos bestar.
9. Besta nautasteikin er „Solomillo de ternera o buey“ (sirloin-steik).

Restaurante Casa Paloma

Best Oysters, ceviches, champagne and cocktails

71 Oyster Bar, La Perla

DRYKKIR

10. Fáið ykkur cava (freyðivín) í staðinn fyrir kampavín. Bestu gæði miðað við verð. Veljið þó alltaf brut eða brut nature, aldrei semi eða sweet.

11. Matargúrúar á Spani velja rauðavínin frá Ribera del Duero.
12. Ef þið eruð hrifin af konjaki er gott að prófa Cardenal Mendoza eða Duque de Alba.

VERSLANIR

13. Besta verslunarmiðstöðin að mínu mati er L ́Illa Diagonal. Ég mæli með veitingastoðunum Sakura Ya og L´Andreu (biðjið um „pan de coca con tomate y jamon iberico“). Eina verslunarmiðstoðin sem er opin á sunnudögum og öðrum helgidögum er Maremagnum.

El Corte Ingles (big nice mall in down town) Plaza Catalunya

La Roca Village a lot of outlets in the same area, open almost everyday including Sundays from 10h to 21h, out of Barcelona (40 min), you can take the bus every hour from 9 h. at Passeig de Gràcia 6

RELAX

Aire de Barcelona: warm swimming pool, massages and Julio Cesar style

SAMGÖNGUR

14. Passið veskin og farangurinn um borð í strætó eða neðanjarðarlestum. Ekki hlusta á ókunnuga sem reyna að segja ykkur brandara eða fáránlegar sögur.

15. Takið leigubíl, þeir eru ekki eins dýrir og á Íslandi. Semjið um verð fyrir- fram þegar fara á lengri leiðir eins og á flugvöllinn.

ONNUR RÁÐ

16. Ekki gleyma reiðufé. Sumar búðir taka ekki við kreditkortum og iðulega þarf að sýna skilríki eða vegabréf þegar kortin eru notuð.

17. Takið með ykkur góðan jakka í desember, janúar og febrúar. Bókið herbergi með loftkælingu ef þið eruð á ferðinni yfir sumartímann.

18. Ekki kaupa hluti sem seldir eru  á götunni, þeir eru falsaðir og þið getið fengið sekt frá lögreglunni.
19. Þegar fara á út fyrir borgina er gott að leigja bíl og fara á Castelldefels ströndina í 18 km fjarlægð frá borginni, eða til Sitges sem er í 40 km fjarlægð.

BÖRN

20. Með börnum er gott að fara í garðinn Parque de Atracciones de el Tibidabo. Einnig er gaman að heimsækja kirkjuna þar. Eða Camp Nou F.C. Barcelona (Barça).

Jordi Pujolà bók á Íslandi Eymundsson

Jordi Pujolà bók á Bóksala Stúdenta

Jordi´s blog. Do you want to practice Spanish?

Wine list Iceland

Any question about «Góð ráð fyrir Barcelona»? You can ask me through this blog or ask me for the English version.

My top ten list wine in Vínbúðin Iceland

«Góð ráð fyrir Barcelona» one article by Jordi Pujolà, Spanish writer in Iceland.

www.escritorislandia.com

Deja una respuesta

Tu dirección de correo electrónico no será publicada. Los campos obligatorios están marcados con *